Hlaupanámskeið
Hlaup eru gríðarlega vinsæl hreyfing og það er engin tilviljun.
Þeir sem ekki eru þegar komnir af stað í hlaupin en langar að byrja, geta nýtt tækifærið og skráð sig á hlaupanámskeið í heilsuvikunni. Námskeiðið miðar að því að koma fólki af stað og verður hópurinn leiddur inn í byrjendaprógram sem hentar hverjum og einum. Einnig er boðið upp á fræðslu og teygjur. Þjálfari er Björk Steindórsdóttir. Í framhaldi getur fólk farið í hlaupahópa eins og t.d. Fríska Flóamenn eða Hamarshópinn þar sem þátttaka er gjaldfrjáls.
Námskeiðið verður alla daga heilsuvikunnar (13. – 17. janúar) kl 16:15 til 17:15.
Skráning og frekari upplýsingar hjá Björk (s. 862 1969) eða Guðlaugu (s. 7746915).