Gönguhópur

 

 

Gönguhópur

 

Gönguhópurinn

Þá fer að líða að fyrstu göngu gönguhóps HSu sem verður þriðjudaginn í næstu viku, þann 21. janúar kl 16:15. Við hittumst við starfsmannainngang HSu á Selfossi og förum í léttan klukkutíma göngutúr um nágrennið. Miðað er við að allir geti tekið þátt og ekki er þörf á að eiga merkjaútivistarfatnað og gönguskó, einungis hlý og skjólgóð föt og skófatnað sem þolir göngur utan gangstétta – og mögulega er einnig þörf á hálkugormum undir skóna.

Ferðir gönguhópsins verða mánaðarlega og auglýstar jafnóðum.  Miðað er við að þær byrji allar kl 16:15 í kjölfar dagvinnutíma, enda er vaktavinnufólki sérlega annt um helgarfríin sín. Nú í skammdeginu erum við háð dagsbirtu og færð og verða ferðirnar því í styttri kantinum, 1-2 klst. Þegar líður á vorið, endist birtan okkur betur og ferðirnar verða lengri, enda er auðveldlega hægt að gleyma sér á göngu á fallegu vorkvöldi.

Hittumst við starfsmannainngang þriðjudaginn 21. janúar kl 16:15.

 

Sjáið tindinn! Þarna fór ég…

 

Þetta er vinsæl tilvitnun og ber með sér góða tilfinningu, enda horfir maður einhvern veginn öðruvísi á fjöll sem maður hefur gengið á.

Í heilsuvikunni tekur til starfa gönguhópur HSu sem verður með gönguplan fyrir allt árið 2014. Göngurnar eru vel viðráðanlegar fyrir alla yfir 10 ára aldri. 

Fyrsta gangan verður í nágrenni Selfoss, vikuna eftir heilsuvikuna, í samræmi við göngufærð og veðurútlit.

Guðlaug Einarsdóttir mun halda utan um skipulag þessara gangna.

Ekki er þörf á skráningu í göngurnar og ekki er þörf á að eiga merkjaútivistarfatnað og gönguskó, einungis hlý og skjólgóð föt og skófatnað sem þolir að göngur utan gangstétta.

 

Frekari upplýsingar um göngurnar birtast hér þegar nær dregur.