Námskeið í meðferð og flutningi slasaðra á Selfossi

Námskeið í meðhöndlun og flutningi slasaðra (BTLS) var haldið á Selfossi í 4.; 5.; 9. og 13. október  s.l.
Námskeiðið var haldið á vegum Sjúkraflutningaskólans. Umsjónarkennari námskeiðsins var Kristján Sigfússon, bráðatæknir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Markmiðið með námskeiðinu er að gera lækna og hjúkrunarfræðinga hæfari til að sinna störfum á vettvangi og auka þannig gæði meðferðar sem slösuðum er veitt. Á námskeiðinu var farið í hvernig meta á og meðhöndla áverka. Einnig voru kennd undirstöðuatriði í því hvernig búa á slasaða til flutnings.

Að þessu sinni var læknum og hjúkrunarfræðingum á heilsugæslustöðvum HSu boðin þátttaka og alls sátu 22 námskeiðið. Þátttakendur komu frá öllum heilsugæslustöðvunum og var almenn ánægja með að boðið var uppá námskeið sem þetta í heimabyggð.