Námskeið í bráðalækningum á HSu

Þann 12. okt. sl. voru læknar og hjúkrunarlið heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi á upprifjunarnámskeiði í bráðalækningum.Svona námskeið er haldið reglulega og að þessu sinni var það Ármann Höskuldsson, nýráðinn umsjónarmaður sjúkraflutninga í Árnessýslu sem stjórnaði námskeiðinu. Að sögn Ármanns hefur hann áhuga á að halda slík námskeið á öllum heilsugæslustöðvunum á svæði HSu, en hann kemur til starfa 1. janúar 2006. Meðfylgjandi myndir eru teknar á vettvangi.