Myndgreiningardeild HSU lokar að hluta 9.-23. okt.

 

Röskun verður á starfsemi myndgreiningardeildar HSU á Selfossi.

Yfirstandandi breytingar á húsnæði HSU á Selfossi munu hafa áhrif á starfsemi myndgreiningadeildar (röntgen- og tölvusneiðmyndarannsóknir) á næstu vikum. Skipulagning og hraði framkvæmda hefur miðað við að lágmarka rask en búast má við að almennar röntgenmyndatökur liggi niðri í um 2 vikur á tímabilinu 9.-23.10. n.k. en á sama tíma verður tölvusneiðmyndatækið hins vegar í notkun. Í kjölfarið munu tölvusneiðmyndarannsóknir liggja niðri í um tvær vikur en þá verður röntgenmyndatækið komið í notkun aftur.

Þetta mun hafa í för með sér að einhverjir skjólstæðingar þurfa að fara til Reykjavíkur í myndrannsóknir á meðan og eru hlutaðeigandi fyrirfram beðnir velvirðingar á því, en um óhjákvæmilegar breytingar og lagfæringar er að ræða. Að framkvæmdum loknum verður aðstaða fyrir starfsfólk og skjólstæðinga vonandi orðin betri og nýtt og betra tölvusneiðmyndatæki komið á staðinn öllum til hagsbóta.