
Frá v.: Kjartan, Tómas Ellert, Díana, Kristín Jóna og Gísli.
Móberg verður nafnið á nýja hjúkrunarheimilinu á Selfossi sem reist hefur verið við hlið Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og mun stofnunin annast reksturinn á heimilinu.
Húsið er allt hið glæsilegasta og verður búið öllu því nýjasta sem hjúkrunarheimili þarf og mun það hýsa 60 einstaklinga.
Kristín Jóna Símonardóttir fangavörður á Selfossi á heiðurinn að nafninu en að hennar sögn fékk hún hugmyndina frá Ingólfsfjalli sem er móbergsfjall.
Á myndinni er Kristín Jóna, ásamt Gísla bæjarstjóra Árborgar, Díönu forstjóra HSU og bæjarfulltrúunum Tómasi Ellert og Kjartani.

Kristín Jóna Símonardóttir