Mislingafaraldur í Evrópu

Frá Sóttvarnarlækni

Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á að mislingafaraldur geisar nú í Evrópu.

Rúmlega 7.000 einstaklingar hafa greinst með mislinga í Evrópu það sem af er 2011 sem er miklu meira en undanfarin ár. Flestir hafa greinst í Frakklandi en mislingar hafa greinst í 30-40 löndum Evrópu.

Lang flestir þessara einstaklinga voru óbólusettir en nánari upplýsingar um einkenni þeirra og afdrif liggja ekki fyrir.

Nú fer í hönd mikill ferðamannatími hér á landi og því nauðsynlegt að læknar verði á varðbergi því mislingar geta auðveldlega borist hingað til lands og jafnvel breiðst hér út í einhverju mæli því þekjun MMR bólusetning hefur verið metin hér 90-95%.