Minningarkort

Á hverju ári fær Heilbrigðisstofnun Suðurlands peningagjafir frá félagasamtökum og einstaklingum í héraðinu, sem er ómetanlegt og hefur komið sér vel í stór og smá tækjakaup fyrir hina ýmsu deildir á HSU.  Stofnunin fær líka reglulega gjafafé í gegnum minningarkort sem fólk getur keypt og valið þá upphæð sem það vill gefa í minningu látins ástvinar.

 

Neðst á vefsíðu HSU er hægt að nálgast form og fylla út rafrænt og gefa um leið ákveðna upphæð til góðra málefna í minningu hins látna. Minningarkort er síðan sent til aðstandenda hins látna þegar greiðsla hefur farið fram. Hægt er að velja um hvaða upphæð er gefin hverju sinni en ákveðinnar lágmarksupphæðar er þó krafist.

 

Hér má nálgast útfyllingarformin og þar er val um minningarkort til styrktar Sjúkrahússsjóði Kvenfélags Selfoss, Vinafélagi Ljósheima og Fossheima, Styrktarsamtaka Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri.  Einnig er hægt að kaupa minningarkortin í móttöku heilsugæslustöðvanna á Klaustri og Selfossi og í Arionbanka á Klaustri og hjá Kvenfélagi Selfoss.

 

Minningarkort Vinafélags Ljósheima og Fossheima

 

 

 

Minningarkort Kvenfélags Selfoss – Sjúkrahússjóður

 

 

 

Minningarkort – Styrktarsamtök Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri