Minningarkort til styrktar HSU Vestmannaeyjum

 
Velunnarar
Allt frá upphafi heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum hafa velunnarar og líknarfélög staðið þétt við bakið á þeim sem þjónustuna veita. Mörg félagasamtök hafa í gegnum árin hafa styrkt heilbrigðisþjónustuna með einum eða öðrum hætti. Kvenfélagið Líkn hefur verið stofnuninni sterkur bakhjarl. Oddfellow, Kiwanis, Slysavarnafélagið og Kvenfélag Landakirkju hafa einnig gefið ríkulega af lækninga- og hjúkrunartækjum í gegnum árin. Með þessum hætti hafa velunnarar byggt stoðir undir þjónustuna sem allt samfélagið nýtur góðs af.