Mikil hollusta starfsfólks HSu við vinnustað sinn

Könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna  fór fram í nóv. og des. á sl. ári. Kannað var viðhorf  ríkisstarfsmanna til eigin starfsumhverfis. Rúmlega 16 000 starfsmenn í 150 stofnunum og öllum ráðuneytum var boðið að taka þátt í rannsókninni. Svarhlutfall starfsmanna HSu var 42,2%.

Starfsánægja var mæld með sp.: „Þegar á heildina er litið er ég ánægð(ur ) í starfi mínu“. Einkunn var gefin á bilinu 1 til 5 og fékk HSu 3,95 sem er sama einkunn og aðrar heilbrigðisstofnanir fengu. Aðrar opinberar stofnanir og fyrirtæki fengu 4,01 en hliðstæð könnun á almennum vinnumarkaði gaf 4,17 í einkunn.


Starfsandi var mældur með sp.: „Góður starfsandi er ríkjandi innan stofnunarinnar“ og „Það er góður starfsandi innan starfshópsins sem ég tilheyri“.
HSu fékk 3,78 sem er sama og aðrar heilbrigðisstofnanir. Opinberar stofnanir 3,93 og alm.vinnumarkaður 3,93.

Hollusta var mæld með nokkrum spurningum og þar fékk HSu 3,61 en aðrar heilbrigðisstofnanir 3,47. Opinberar stofnanir 3,63 og almennur vinnumarkaður 3,04.


Viðmið við aðrar stofnanir og við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði setja niðurstöður í samhengi og gefa mikilvægar vísbendingar um stöðu mála.


Af þessum niðurstöðum má draga þær ályktanir að starfsfólk HSu er álíka ánægt í starfi og starfsfólk á öðrum heilbrigðisstofnunum – en ekki eins ánægt og starfsfólk annarra opinberra fyrirtækja og enn óánægðara en starfsfólk almenna vinnumarkaðarins. Sama er að segja um starfsandann – hann er ekki eins góður á heilbrigðisstofnunum og hjá öðrum opinberum stofnunum og á alm. vinnumarkaði. Hinsvegar er hollusta starfsfólk HSu (3,61) meiri en starfsfólks annarra heilbrigðisstofnana, en hún er mun lægri á almenna vinnumarkaðinum (3,04).
Könnunin var gerð af ParX viðskiptaráðgjöf IMB.