Mentoranámskeiði á vegum FÍH á Siglufirði

SiglufjörðurFélag íslenskra heimilislækna í samvinnu við HH og H.Í stóðu fyrir vel heppnuðu mentoranámskeiði á Siglufirði dagana 15-17 maí.

 

Siglufjörður skartaði sínu fegursta og var mikil ánægja með námskeiðið sem hefur verið haldið reglulega frá árinu 2003.

 

Á myndinni má sjá flesta sem sátu þetta námskeið en þetta eru sérfræðingar í heimilislækningum alls staðar af á landinu.

 

Kennslunefnd FÍH sá um þetta námskeið en í þeirri nefnd sitja Alma Eir Svavarsdóttir kennslustjóri sérnáms, Arnar Þór Guðmundsson yfirlæknir á Selfossi, Jóhann Ág. Sigurðsson prófessor, Margrét Ólafía Tómasdóttir umsjónardeildarlæknir sérnáms og Valþór Stefánsson formaður kennslunefndar.