Meira um ljósmóðursloppinn með vösunum fyrir nýbura

Ljósm. frá 1986, ljósmyndari Sigurður Jónsson.

Ljósm. frá 1986, ljósmyndari Sigurður Jónsson.

Nýverið birtist hér á síðunni frétt og mynd af ljósmóður hjá Hsu í slopp með vösum innan á fyrir nýbura.  Af fréttinni mátti skilja að þetta væri nýleg uppfinning, svo er þó alls ekki.   Árið 1986 birtist frétt í morgunblaðinu um þennan sama slopp og þar kom fram að fyrrum ljósmóðir við stofnunina, Svanborg Egilsdóttir hefði haft forgöngu um að þessi sloppur yrði saumaður og var þetta hennar hugvit og hönnun.  Svanborg segir sjálf að hugmyndin hafi verið öryggismál ef eitthvað kæmi uppá, eldur eða jarðskjálfti og rýma þyrfti fæðingardeildina í skyndi.  Í þá daga voru fæðingar á HSu fleiri en í dag og þá tíðkaðist að börnin væru meira í umsjón ljósmæðranna, svo þær urðu að geta forðað nokkrum börnum út á sama tíma, kæmi eitthvað óvænt uppá.  Í dag eru börnin höfð inni hjá mæðrum sínum allan sólarhringinn, svo komi eitthvað uppá, er það móðirin sem grípur barnið sitt og ver.  Að sögn Svanborgar var hún mjög hissa á þessari frétt um sloppinn, því hann er gömul hugmynd og forsendur allt aðrar en voru og sem betur fer aldrei til þess komið að sloppurinn hafi verið notaður.

 

 

 Hér má sjá fréttina frá 1986