Málverk af Magnúsi Ágústssyni fyrsta héraðslækni í Hveragerði og Ölfus

Í gær fór fram í heilsugæslustöðinni í Hveragerði afhending á málverki af  Magnúsi Ágústssyni fyrsta héraðslækni  Hveragerðis-, Þorlákshafnar- og Ölfuslæknishéraðs. Magnús  var fæddur 11.02.1901 og lést  14.03.1987. Hann hóf störf  í  Hveragerði í janúar 1950 og starfaði þar til ársins 1972.  Hann var læknir á Kleppsjárnsreykjum í Borgarfirði í 19 ár og starfaði síðan 2 ár í Reykjavík áður en hann kom  í Hveragerði. Magnús var kvæntur Magneu Jóhannesdóttur, og eignuðust þau þrjú börn Guðrúnu, Jóhannes og Skúla.
Börn Magnúsar gáfu Hveragerðisbæ málverkið á 50 ára afmæli bæjarins og nýlega samþykkti bæjarstjórnin að gefa HSu málverkið með því skilyrði að því yrði  komið fyrir í  heilsugæslustöðinni í Hveragerði. Myndina málaði Gunnlaugur Blöndal árið 1960.
Á meðfylgjandi mynd eru Guðrún Magnúsdóttir (dóttir Magnúsar), Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, Sigurður Baldursson yfirlæknir, Óskar Reykdalsson lækningaforstjóri og Guðný Gísladóttir hjúkrunarforstjóri.