Málþing Fræðslunefndar HSu

Málþing Fræðslunefndar HSu  „Næring og heilsa“ var haldið  25. sept. sl. á Hótel Selfossi.
Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri og formaður fræðslunefndar setti málþingið. Fundarstjóri var Svanborg Egilsdóttir, yfirljósmóðir.
Eftirfarandi aðilar voru með erindi:
Jónína Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sagði frá „Stuðningi við ofþunga á heilsugæslustöðinni á Selfossi“.
Borghildur Sigurbergsdóttir, næringarfræðingur, fór yfir áhrif mataræðis á heilsufar.
Tryggvi Helgason, barnalæknir flutti erindi um „offitu barna – hvað er til ráða?“ og
þinginu lauk á erindi sem hélt Sigurjón Vilbergsson, meltingarfærasérfræðingur flutti um
„meltingasjúkdóma tengda mataræði“.
Þátttakendur á þinginu voru ánægðir með erindin sem öll þótti bæði fróðleg og skemmtileg.
Þátttakendur voru 32 en markmið fræðslunefndarinnar er að fleiri starfsmenn
taki þátt og frá öllum starfsstéttum stofnunarinnar.
Þátttökugjald var kr. 1.500.
Fræðslunefndin fékk styrk úr flöskusjóði starfsmanna sjúkradeildarinnar kr. 150. þúsund og með styrkveitingum og þátttökugjöldum hefur fræðslunefndin náð að vera fjárhagslega sjálfstæð.