Magaspeglun

Undirbúningur
Hér er um að ræða rannsókn á vélinda, maga og skeifugörn.

Nauðsynlegt er að neyta hvorki fastrar né fljótandi fæðu frá miðnætti fyrir rannsóknardag.


Við komu á speglunardeild
Þegar þú mætir í speglunina er best að koma upp á II. hæð sjúkrahússins og bíða í setustofunni fyrir framan skurðstofuna ( á stigapallinum)


Munið eftir afsláttarkortinu en það þarf að sýna í móttökunni.


Speglunin
Til að auðvelda rannsóknina er kok deyft með úða eða hlaupi, sem fyrst er velt í hálsi og kyngt síðan.
Við rannsóknina er legið á vinstri hlið, og magaspeglunarslöngu kyngt eftir fyrirmælum læknis.
Til að auðvelda skoðun er lofti dælt niður í maga og magasafi sogaður upp.
Stundum eru tekin sýni úr slímhúð ef ástæða þykir til og er það óþægindalaust.
Að rannsókn lokinni er slangan dregin upp.


Að lokinni aðgerð:
Vegna kokdeyfingar er ráðlagt að neyta ekki matar næstu 30 mín. eftir rannsókn.


Ef lyf eru gefin má ekki aka bíl fram eftir degi.