Lungnamóttaka á heilsugæslunni Klaustri – Allir velkomnir!

Mánudaginn 30. maí verður opin lungnamóttaka á heilsugæslunni Klaustri.   Móttakan opnar kl. 9 og verður opin til hádegis, en lengur ef þurfa þykir.  Sigurður Þór Sigurðarson lungnalæknir verður með móttökuna, en hann er vel kunnugur íbúum á Klaustri og nágrenni.

Þar sem naumur tími er til stefnu, er ekki ætlast til að fólk panti tíma.   Þeir sem vilja nánari upplýsingar geta haft samband í síma 480-5350.  Fólk á svæðinu er hvatt til að mæta og allir eru velkomnir.