Fimmtudaginn 7. maí verður lokað á heilsugæslustöðinni í Hveragerði frá kl. 12 á hádegi, vegna útfarar Hallgríms Þ. Magnússonar. Einnig verður aðalskrifstofu HSU á Selfossi lokað á sama tíma.
Hallgrímur starfaði sem svæfingalæknir og heimilislæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lést í umferðarslysi á Biskupstungnabraut 21. apríl sl. Hann var fæddur árið 1949 og lætur eftir sig eiginkonu, fjórar uppkomnar dætur og níu barnabörn. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju kl. 15.
Starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vottar fjölskyldu hans dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans.