Listamaðurinn Tarnús gefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands málverk

Listamaðurinn Tarnús, öðru nafni Grétar Magnús Guðmundsson, færði Heilbrigðisstofnun Suðurlands að gjöf málverk eftir sig.  Verkið gefur hann til minningar um vin sinn, frænda og fyrrum hljómsveitarfélaga Þorstein Guðmundsson.  Þorsteinn eða Steini spil, eins og hann var kallaður, lést nýverið eftir langvarandi veikindi og vildi Grétar minnast hans á þennan hátt.  Stjórn HSu tók á móti gjöfinni og viðstödd var ekkja Steina spil ásamt dóttur þeirra hjóna.  Stjórn HSu þakkar Grétari þetta glæsilega málverk og verður því valinn verðugur staður innan stofnunarinnar.