Félagar í Lionsklúbbnum Suðra færðu Heilsugæslustöðinni í Vík nýlega að gjöf, hjartalínuritstæki af gerðinni Welch Allyn.
Tækið leysir af hólmi eldra tæki sem Lionsmenn gáfu stöðinni árið 2000.
Stuðningur Suðrafélaga við heilbrigðisþjónustu í heimabyggð er ómetanlegur.
Hafi þeir fyrir heila þökk.