Nýverið komu menn í Lionsklúbbnum Geysi í heimsókn á heilsugæslustöðina í Laugarási. Meðferðis höfðu þeir nýtt og fullkomið hjartaritstæki og færðu heilsugæslunni að gjöf.
Tækið kemur í sérlega góðar þarfir og fá þeir hjartans þakkir fyrir. Lionsklúbburinn Geysir hefur áður fært stofnunni gjafir verður þessi góði hugur seint fullþakkaður.