Lionsklúbbur Selfoss gefur til HSU

Þann 20. maí sl. færði Lionsklúbbur Selfoss Ljósmæðravakt HSU Selfossi góðar gjafir að andvirði 349. 070kr.   Um var að ræða nýjan Lazyboy stól á fæðingastofuna, sem var afar kærkomið þar sem sá eldri var kominn til ára sinna. 

Lionsklúbburinn gaf einnig nýjan súrefnismettunarmæli og fósturhjartsláttarnema (Doptone).  Súrefnismettunarmælirinn  nýtist vel ef fylgjast þarf með mettun súrefnis hjá barninu af einhverjum ástæðum, og vegna þess hve nettur hann er, þá hindrar hann ekki samveru foreldra og barns meðan barnið er tengt við nemann.  Fósturhjartsláttarneminn (Doptone) er mikið notaður í mæðravernd og í fæðingum og kemur sér því  mjög vel að fá aukatæki.

Lionsklúbbur Selfoss hefur einnig skrifað undir viljayfirlýsingu fyrir því að gefa Ljósmæðravakt HSU nýtt fæðingarúm.  Fæðingarúm sem er útbúið með meiri stillingarmöguleikum, er liprara og stenst betur nútímakröfur skjólstæðinga og starfsmanna en fyrra rúm.

Fæðinga og Ljósmæðravakt HSU þakkar Lionsklúbbi Selfoss innilega fyrir að styðja við bakið á starfsemi deildarinnar með góðum gjöfum og þann góða hug sem að baki býr. Það er gæfa stofnunarinnar og þar með talið Fæðingardeildarinnar að eiga góða bakhjarla sem styðja við bakið á stofnuninni.