Lionsklúbbur Selfoss ásamt ljósmæðrum og hjúkrunarstjóra.

Lionsklúbbur Selfoss gefur HSU nýtt fæðingarúm

Lionsklúbbur Selfoss ásamt ljósmæðrum og hjúkrunarstjóra.

Forsvarsmenn Lionsklúbbs Selfoss ásamt ljósmæðrum, yfirljósmóður og hjúkrunarstjóra lyflækningadeildar.

 

Þann 18. maí 2022 afhenti Lionsklúbbur Selfoss Ljósmæðravakt HSU Selfossi formlega fæðingarúm af nýjustu gerð, ásamt saumaborði. Heildarandvirði gjafarinnar er 2.685.431 kr.

Nýja rúmið léttir ljósmæðrum störfin við að aðstoða konur í fæðingu, því rúmið er hægt að hækka og lækka eftir þörfum og er með margskonar nýjungar sem eykur á öryggi og þægindi kvennanna sjálfra í fæðingunni og auðvelt að aðlaga rúmið að óskum hverrar konu, enda engin eins eða með sömu þarfir.

 

Þessi er gjöf er einstaklega kærkomin. Eldra fæðingarúmið var komið til ára sinna og mikil þörf á endurnýjun. Fyrir ári síðan færði Lionsklúbburinn Fæðingardeildinni  lazyboy stól, súrefnismettunarmæli og fósturhjartsláttarnema (Doptone) og heyrðu þá að þörf væri á nýju rúmi. Það varð því úr að söfnun hófst um leið.

 

Fæðinga og Ljósmæðravakt HSU þakkar Lionsklúbbi Selfoss innilega fyrir að styðja enn og aftur við bakið á starfsemi deildarinnar og fá einnig þakklæti fyrir þann góða hug sem að baki býr. Það er mikil gæfa stofnunarinnar og þar með talið Fæðingardeildarinnar að eiga svona góðan bakhjarl.