Lionsklúbbur Hveragerðis og Lionsklúbburinn Eden gefa blöðruskanna

Lionsklúbbur Hveragerðis og Lionsklúbburinn Eden, sem er kvennaklúbburinn í Hveragerði hafa fært heilsugæslunni í Hveragerði og dvalarheimilinu Ási tæki fyrir um eina milljón króna. Um er að ræða blöðruskanna, sem kannar þvagmagn í blöðru hjá konum og körlum.

Klúbbarnir söfnuðu fyrir skannanum en enn vantar töluvert upp á að fjárhæðin náist. Þeir sem eru aflögufærir geta því lagt inn á eftirfarandi reikning, 0314 -13 – 4000. Kt. 471092-2909.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar tækið var afhent en á henni eru frá vinstri, Júlíus Kolbeins, formaður Lionsklúbbs Hveragerðis, Stella Hrönn Jóhannsdóttir, formaður Edends, Anna María Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur frá Ási, Hallgrímur Magnússon, læknir HSu, Birna Sif Atladóttir frá Ási, Júlíus Rafnsson, forstjóri Áss  og Kristinn G. Kristjánsson, yfir Lionsmeistari Íslands.