
Ómar Ragnarsson læknir heilsug. í Hveragerði, tekur við tækinu úr hendi Rögnvaldar Pálmasonar, formanns LKL Hveragerðis, á milli stendur Þór Hreinsson. Ljósmyndari Vilmundur Kristjánsson.
Heilsugæslan í Hveragerði fékk nýverið að gjöf hjartalínuritstæki af fullkomnustu gerð. Tækið er af Welch Allyn gerð, tengjanlegt við tölvu og því hægt að senda niðurstöður úr tækinu, t.d. á hjartadeildir sjúkrahúsanna. Það er Lionsklúbbur Hveragerðis sem gefur tækið og fá þeir kærar þakkir fyrir. Þeir hafa verið duglegir að halda fjáröflunarsamkomur í Hveragerði og notið til þess stuðnings ýmissa aðila og tónlistarfólks. Þess má geta að fyrir um rétt tæpu ári síðan gaf Lionsklúbbur Hveragerðis blöðruskanna til heilsugæslunnar í Hveragerði og Dvalarheimilisins Áss.