Lionsklúbbur Selfoss gefur til HSU

Fulltrúi frá Lionsklúbbnum á Selfossi kom færandi hendi á HSU og gaf til lyflækningadeildarinnar á Selfossi spjaldtölvur, hulstur og þráðlaus heyrnatól, sex stk. af hverju. 

Þetta kemur sér einstaklega vel fyrir inniliggjandi sjúklinga á deildinni, sem geta þá haft samskipti við sína nánustu í gegnum myndbúnað, meðan Covid gengur yfir og deildin er lokuð fyrir heimsóknir.

 

Á þessum sérstökum tímum er gott að finna allan þennan stuðning og hlýju í garð HSU. Við finnum öll að samfélagið stendur þétt saman og við færum Lionsmönnum okkur bestu þakkir fyrir, sem og öllum öðrum sem fært hafa stofnuninni gjafir undanfarið.