Líkn gefur til HSU í Vestmannaeyjum

 

Á myndinni má sjá stjórn Kvenfélags Líknar við afhendingu á gjöfinni ásamt rekstrarstjóra HSU í Vestmannaeyjum.

Á myndinni má sjá stjórn Kvenfélags Líknar við afhendingu á gjöfinni ásamt rekstrarstjóra HSU í Vestmannaeyjum.

Kvenfélagið Líkn gaf á dögunum til HSU í Vestmannaeyjum nýjan hugbúnað fyrir hjartaþolspróf. Tækið sem hugbúnaðurinn var settur í er notaðu til að framkvæma próf  á hjartanu.  Könnuð er hæfni hjartans við áreynslu, úthald og þol metið og eru niðurstöðurnar síðan notaðar til greiningar á mögulegum hjartasjúkdómum.  Afar brýn þörf var komin á að endurnýja hugbúnaðinn í þessu tæki enda fleygir tækninni áfram.  HSU þakkar innilega fyrir þessari góðu gjöf og allan þann hlýhug og velvilja Líknarkvenna að styðja svona myndarlega við HSU.