Lífshlaupið

 

 

Lífshlaupið

 

Flestir þekkja Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, þar sem landsmenn eru hvattir til að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og mögulegt er, sér til heilsubótar.

 

Bæði einstaklingar og vinnustaðir geta skráð sig til leiks í Lífshlaupinu og hvetur Heilbrigðisstofnun Suðurlands alla starfsmenn til að taka þátt. Vinnustaðakeppnin stendur yfir frá 5. til 25. febrúar 2014.

Þátttakendur skrá alla hreyfingu í frítima, hvort sem það eru húsverk, hlaup, dans eða hvað annað.

 

HSu ætlar að taka virkan og sýnilegan þátt í Lífshlaupinu og hvetja þannig starfsmenn og nærsamfélagið til aukinnar hreyfingar undir einkunarorðum Lífshlaupsins: Þín heilsa – Þín skemmtun.

 

Frekari upplýsingar um lífshlaupið má finna á vefsíðu þess (www.lifshlaupid.is)  og nánari upplýsingar um þátttöku HSu verða birtar hér þegar nær dregur.