Lífshlaupið – staða HSu að morgni 14. febr.

lifhlaup14.2.14Nú þegar Lífshlaupið er tæplega hálfnað (5. til 25. febrúar), er Heilbrigðisstofnun Suðurlands í fjórða sæti yfir vinnustaði í sínum stærðarflokki!

Starfsfólk hefur ekki látið sitt eftir liggja og ein 19 lið (sjá mynd neðar) skráð í keppnina hér innan stofnunarinnar og bítast um efstu sætin þar sem baráttan er mjög jöfn.

Eins og fram hefur komið, snýst keppnin ekki um hlaup, heldur alla þá hreyfingu sem hver og einn liðsmaður gerir utan vinnutíma. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands stundar fjölbreytta hreyfingu eins og sjá má á meðf. mynd.

 

Fylgjumst áfram spennt með  á www.lifshlaupid.is

 

lifshlaup.liðHSu