Leikföngin stytta biðina

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá eru leikföngin sem Kvenfélag Selfoss gaf heilsugæslustöðinni á Selfossi nýlega, vinsæl og þau stytta óneitanlega biðina – og ekki má á milli sjá hvor skemmta sér betur Unnur hjúkrunarstjóri eða börnin. Leikföngin eru frá Barnasmiðjunni og eru alveg sérlega vönduð og skemmtileg.