Leiðbeiningar til almennings

Fyrsta tilfelli inflúensu A (H1N1) hefur greinst hér á landi.
Eftirfarandi eru leiðbeiningar Landlæknisembættisins til almennings:

Ráðleggingar til einstaklinga með inflúensulík einkenni. Þessar leiðbeiningar gilda eingöngu um sjúklinga með eftirfarandi einkenni:
Inflúensulík einkenni: Hiti yfir 38°C ásamt hósta, hálssærindum og nefrennsli + Náin umgengni við einstakling með staðfesta inflúensu A(H1N1)  eða ferðalag til svæðis þar sem inflúensa hefur greinst.  •Ef þú ert í vinnu eða á fjölmennum stöðum þegar þú veikist, farðu heim.
•Hringdu í heilsugæsluna á þínu svæði og fáðu ráðleggingar
•Ef þörf er á læknisrannsókn fylgdu leiðbeiningum frá heilsugæslunni um hvernig henni verður háttað, hvort þörf er á meðferð með veirulyfjum og hversu lengi þú átt að dvelja heima.
•Taktu verkjastillandi eða hitalækkandi lyf í samræmi við leiðbeiningarnar sem fylgja með lyfinu. Börn undir 16 ára aldri mega ekki taka aspirin.
•Drekktu vel
•Fylgstu vel með ráðleggingum sóttvarnalæknis í fjölmiðlum og á www.influensa.is