Starfsreglur á sjúkrasviði

 

Nauðsynlegt er að allir séu mættir til vinnu á tilsettum tíma og störf þá hafin. Ef einhver verður fjarverandi vegna veikinda þarf sá hinn sami að gera aðvart á sjúkrahúsinu fyrir þann tíma, sem hann á að mæta á vakt.

 

Öllu starfsliði ber að gæta fyllstu þagmælsku um einkamál sjúklinga.
Sjúkdómur hvers sjúklings er einkamál hans.

 

Nýjum sjúklingum er heilsað með handabandi og sá sem heilsar kynnir sig.
Sjúklingum er alltaf svarað kurteislega, og biðji þeir um eitthvað, verða þeir ávallt að fá einhverja úrlausn.
Gangið hljóðlega um og sýnið fyllstu nærgætni í tali og breytni.

 

Reykingar eru bannaðar. Mikil ilmvatnsnotkun og tyggigúmmí er heldur ekki viðeigandi.

 

Starfsliðið á að ganga í hreinum fötum, eftir þeim reglum, sem settar eru, varið gegn svitalykt, með vel hirt hár. Neglur skulu vera ólitaðar eða ljóst litaðar, stuttklipptar og vel snyrtar. Skartgripi á ekki að vera með í vinnutíma. Notið heila hreina sokka. Notið hreina, smekklega skó.

 

Öllum dyrum lokað (eins og að stofunum og klósettum, baðherbergjum) þegar gengið er um þær.

 

Gætið þess að fara vel með alla hluti, sem notaðir eru við hin daglegu störf, sem væru þeir ykkar eigin eign.
Rafmagnseyðslu sé gætt, öll óþarfa ljós slökkt.

 

Allir verða að gera skyldu sína og sýna samviskusemi og lipurð gagnvart samstarfsfólki sínu.

 

Störfin á sjúkrahúsinu eru mismunandi vandasöm, en öll nauðsynleg og hvert einasta þarf að rækja af alúð og trúmennsku. Bregðist einhver því, sem honum er trúað fyrir, getur það haft óbætanlegar afleiðingar fyrir hann sjálfan og starfsemi sjúkrahússins.
Þar sem allir vanda orð sín og gerðir er gott að vera og vinna og árangur starfsins í heild hlýtur þar með að verða góður.

 

Gætið þess að vinna rólega og skipulega.
Forðist óþarfa hávaða.
Setjist ekki upp í rúm sjúklinganna, hvorki þegar sjúklingur er í rúminu eða í tóm rúmin.

 

Munið hreinlæti og þagmælsku.