Ráðning – launagreiðslur

 

 

Við upphaf starfs ber starfsmanni að undirrita ráðningarsamning. Starfsmanni ber að sýna starfsvottorð vegna fyrri starfa ef til eru og leyfisbréf frá heilbrigðisráðuneyti ef starfið krefst þess.
Fastráðið starfsfólk fær greidd mánaðarlaun fyrirfram en álag er greitt eftir á, frá 16. – 15. mánuðinn á undan, sama gildir um lausráðið starfsfólk. Skila þarf vinnuskýrslum fyrir 16. hvers mánaðar.

 

Við nýráðningar er ætíð ráðið í 3 mán. til reynslu áður en til fastráðningar kemur, nema um tímabundna ráðningu sé að ræða. Á reynslutíma fær starfsmaður laun sín greidd eftir á, en eftir fastráðningu fá þeir sem samkv. samningi eiga rétt á fyrirframgreiðslu greidd laun sín fyrirfram.
Afleysingafólk sem vinnur lengur en 3 mánuði á rétt á öllum þeim kjörum sem þeirra stéttarfélag hefur samið um s.s. fyrirfram greidd laun, að orlof sé tekið af því, en það þarf þá að sækja sérstaklega um það til launafulltrúa.

 

VINNUTÍMI:
Á sjúkrahúsinu er sólarhringsþjónusta. Hjá hjúkrunarfólki eru þrískiptar vaktir nema um helgar, þá breytilegt.

 

VAKTATÍMINN V/ÁRVEG ER:
Morgunvakt: kl. 08:00 – 16:00
Kvöldvakt: kl. 16:00 – 24:00
Næturvakt: kl. 24:00 – 08:00
Vinnutími hjúkrunarfræðinga á næturvakt er frá kl. 23:00 – 08:30.

 

Einn sjúkraliði mætir á Mv. kl. 07:30 og er það merkt sérstaklega á vinnuskýrslu.

 

Ekki er leyfilegt að skipta um vakt við samstarfsmann nema leitað sé leyfis deildarstjóra eða vakthafandi hjúkrunarfræðings, jafnframt skal sá er leyfið veitir skrá breytingu á vinnuskýrslu. Telst sá ábyrgður fyrir vaktinni sem skráður er á vinnuskýrslu.

 

Um helgar eru líka 12 tíma vaktir: kl. 07:30 – 19:30
kl. 19:30 – 07:30
kl. 10:00 – 22:00

 

VAKTATÍMINN Á ÖLDRUNARDEILDUNUM ER:
Morgunvakt kl. 08:00 – 16:00
Kvöldvakt kl. 16:00 – 24:00
Næturvakt kl. 24:00 – 08:00