Laugarás – breytingar á opnun

Frá 1. april n.k. verða breytingar á opnunartíma Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási.  Opnunartími verður frá kl. 8:00-16:00.

 

  • Móttaka sjúklinga mun hefjast kl. 8:20.
  • Símatímar haldast óbreyttir og eru kl. 9:00-9:30 og kl. 13:00-13:30.
  • Blóðprufur verða teknar á morgnana frá kl. 8:15-11:00.  Minnum á að nauðsynlegt er að vera fastandi fyrir blóðprufur.
  • Lyfjaendurnýjun símleiðis verður hjá ritara kl. 8:00-9:00 í síma 432-2020, en einnig er hægt að endurnýja lyf rafrænt í gegnum Veru.

 

Nánar er hægt að sjá um þjónustu heilsugæslunnar í Laugarási hér.