Láta af störfum hjá HSU

  • Ólöf Árnadóttir deildarstjóri á Ljós- og Fossheimum og Móbergi hefur nú látið af störfum hjá HSU en hún tók við stöðu Framkvæmdastjóra hjúkrunar á Reykjalundi í júlí s.l.
  • Arna Huld Sigurðurdóttir mun láta af störfum sem deildarstjóri á Sjúkradeildinni í Vestmannaeyjum þann 1. september n.k. en hún mun áfram starfa sem hjúkrunarfræðingur á HSU samhliða því sem hún hefur nám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands.

 

Við óskum þeim Ólöfu og Örnu Huld velfarnaðar í nýjum verkefnum og þökkum þeim jafnframt fyrir vel unnin störf sem stjórnendur á HSU.