Landbúnaðarráðherra skoðar framkvæmdir á HSu

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, og Bjarni Harðarson, sem náði 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins nýlega, komu fyrir prófkjörið í heimsókn á heilbrigðisstofnunina á Selfossi og kynntu sér m.a. byggingaframkvæmdir við heilbrigðisstofnunina.

Fyrsta áfanga framkvæmdanna lýkur í haust, en þá verður nýbyggingin fullbúin að utan, lóð frágengin, nýr aðalinngangur og hjúkrunardeild fyrir aldraða á 2. hæð. Í byrjun næsta árs verður öðrum áfanga lokið, en þá verður önnur hjúkrundeild fyrir aldraða tekin í notkun á 3. hæð byggingarinnar..