Læknisþjónusta

Læknisþjónusta Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er stofnun sem tók til starfa 1. september árið 2004 og stendur fyrir sameinaðar heilsugæslur og sjúkrahús á Suðurlandi og nú síðasta sameining við Vestmannaeyjar og Höfn.  Um er að ræða Sjúkrahúsið á Selfossi og í Vestmannaeyjum, heilsugæslustöðvarnar á Selfossi, Þorlákshöfn, Hveragerði, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Rangárþingi, Laugarási og í Vestmanneyjum, ásamt því að Heilbrigðisstofnun annast heilbrigðisþjónustu við fanga á Litla Hrauni. Fram til ársins 2009 sá stofnunin um rekstur Réttargeðdeildarinnar á Sogni en þá fluttist reksturinn til Landspítalans.

 

Ákaflega fjölbreytta starfsemi er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,  en á læknasviðinu starfa sérfræðingar í heimilislækningum, námslæknar, sérgreinalæknar í hinum ýmsu fögum eins og háls- nef- og eyrnalækningum, meltingafærasjúkdómum, svæfingalækningum ásamt deyfinga-og verkjameðferð, hjartasjúkdómum, fæðinga- og kvensjúkdómalækningum, almennum skurðlækningum, augnlækningum. Læknar sinna sjúklingum á sjúkrasviði en einnig móttöku skjólstæðinga á göngudeildum.