Læknir á HSu ver doktorsritgerð í Svíþjóð

Kristinn P. Benediktsson, læknir á Kirkjubæjarklaustri, varði 23.05. sl. doktorsritgerð sína, sem ber heitið “Nipple-sparing mastectomy and immediate reconstruction with implants in breast cancer”. Kristinn er skurðlæknir og starfaði í rúman áratug við brjóstaskurðlækningar í Svíþjóð og Noregi.Ritgerðina varði hann við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, en hún er byggð á rannsóknum á 272 konum með brjóstakrabbamein, sem gengust undir húðbeðsbrjóstnám í stað fullkomins brjóstnáms, sem annars hefði verið nauðsynlegt. Við húðbeðsbrjóstnám er allur brjóstkirtillinn fjarlægður en húð og brjóstvarta skilin eftir og brjóstið síðan endurbyggt með gervibrjósti. Konunum var fylgt eftir í 12-17 ár, og lífslíkur þeirra voru kannaðar ásamt endurkomutíðni æxla og tilfinningu, blóðrás og herpingsmyndun í brjóstunum.