Lækkun lyfjakostnaðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á árinu 2010

Lyfjakostnaður fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands í árslok 2010 var 63.9 millj. og lækkaði þessi kostnaður milli ára um rúml. 13 millj. eða rúml. 17%.

Með samstillu átaki stjórnenda og starfsfólks hefur verið mögulegt að lækka þennan kostnað – án þess þó að um skerðingu á þjónustu við sjúklinga sé að ræða. Stjórnendur og starfsfólk eiga sannarlega hrós skilið fyrir þennan góða árangur.


Þess ber að geta að á stofnuninni er rekin hand- og lyflæknisdeild, fæðingardeild, hjúkrunardeildir með samtals 40 rúm, 8 heilsugæslustöðvar og heilsugæsluþjónusta við Litla Hraun og Bitru. Á heilsugæslustöðvunum á Klaustri og í Vík eru rekin apótek og eru innkaup vegna endursölu lyfja rúmlega 24.3 millj.


Gerð var breyting á hjúkrunardeildunum þegar hætt var með pokakerfið og lyfin keypt gegnum lyfjabúr stofnunarinnar. Þessi breyting hefur skilað hagnaði fyrir stofnunina um 3.4 millj. eða rúml. 29% milli ára. Á móti var hægt að auka stöðugildi hjúkrunarfræðings vegna lyfjatiltektar – en hagræðing vegna þessarar breytingar engu að síður.


Fulltrúar í lyfjanefnd HSu eru: Ágúst Örn Sverrisson, yfirlæknir sjúkrahúss, Arnar Þór Guðmundsson, yfirl. Heilsug. Selfoss, Guðrún Kormáksdóttir, deildarstjóri hand- og lyflæknigadeildar, Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri, Eysteinn Arason, lyfjafræðingur og Hanna Valdís Garðarsdóttir, lyfjatæknir.
Ágúst Örn er formaður nefndarinnar.