Kynningarfyrirlestur um intervision í boði HSu

Intervision – a powerful tool for learning  -Gagnkvæmur skilningur milli samstarfsaðila.

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Svæðisvinnumiðlunar Suðurlands, Austurvegi 56 – 3. hæð Selfossi föstudaginn 5. maí 2006 kl. 14.00.

Frá Hollandi kemur fyrirlesari Pieter Spans
 
Pieter er ráðgjafi í “Human Resources Development”


Intervision hentar einkar vel við vinnuaðstæður þar sem gagnkvæmur skilningur milli samstarfsaðila er lykilatriði í samskiptum, t.d. í heilbrigðisþjónustu, hjá lögreglu, í stjórnun, skólum og við almenna sem og sérfræðilega aðstoð.


Til hvers er intervision?
–  Er þér og samstarfsfólki þínu til stuðnings og gagnkvæmrar ráðgjafar 
–  Er verkfæri við að þora að spyrjast fyrir um hugsanir og tilfinningar
–  Þú lærir að spegla
–  Þú eykur hæfni þína og innsæi
–  Þú eykur innri hvatningu
–  Aðstoðar við að endurskilgreina vandamál


Aðgangur ókeypis, allir velkomnir


• Vinsamlegast skráið ykkur á fyrirlesturinn með því að senda tölvupóst á meyles@emax.is
• Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Tineke Koers, geðhjúkrunarfræðingi, vs. 480 9010, hs. 486 4544