Kynningarfundur um starfsemi HSu

Í dag 26. september 2007 kl. 14 – 16 er haldinn fundur um starfsemi HSu. Fundurinn er haldinn í fundarsal þjónustumiðstöðvar aldraðra að Grænumörk 5 á Selfossi. Fundurinn er opinn fyrir starfsfólk HSu, alþingismenn Suðurkjördæmis og fulltrúa sveitarfélaga.

Dagskrá:


1. Ávarp. Magnús Skúlason, forstjóri
2. Ársskýrsla 2006, kynning á starfsemi. Esther Óskarsdóttir, skrifst.stjóri.
3. Könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna 2006. Kynning á helstu niðurstöðum. Arndís Ósk Jónsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá ParX.
4. Starfsmannastefna HSu. Aðalheiður Guðmundsdóttir, hjúkrunarstjóri.
5. Nýbygging HSu, staða framkvæmda. Magnús Skúlason, forstjóri.
6. Umræður og fyrirspurnir.


Starfsmenn er hvattir til að mæta og kynna sér það sem efst er á baugi í málefnum HSu. Vakin er athygli á ársskýrslum HSu og Réttargeðdeildarinnar


Gert er ráð fyrir að fundi verði lokið eigi síðar en kl. 16:00. Boðið verður upp á kaffiveitingar í fundarhléi.