Kynning á starfsemi sjúkraflutningamanna 17. júní

Þann 17. júní n.k munu sjúkraflutningamenn HSu vera með kynningu á starfsemi sinni, búnaði sjúkraflutninga og sjúkrabílum. Einnig verður sýnd björgun úr bílflökum í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu. Kynningin verður á planinu við Hótel Selfoss og mun hún standa yfir frá kl: 10:00-12:30.

Árnesingadeild Rauða Krossins í samvinnu við sjúkraflutningamenn, verða með kynningu á endurlífgun og munu gestir og gangandi geta komið og fræðst um endurlífgun og fengið að prófa að hnoða og blása í endurlífgunardúkkur og prófa sjálfvirk hjartastuðtæki.


Starfsfólk HSu, sem og aðrir íbúar eru hvattir til þess að mæta og kynna sér starfsemina.