Kynning á rafrænni sjúkraskrá

Þann 19. okt. sl. komu fulltrúar frá Heilbrigðisráðuneytinu (HTR) og kynntu rafræna sjúkraskrá fyrir stjórnendum á HSu.Þetta voru þau Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri, Auður Harðardóttir, verkefnastjóri um rafræna sjúkraskrá og Benedikt Benediktsson tölvunarfræðingur HTR. Stjórnendur voru upplýstir um hvernig miðar vinnu við rafræna sjúkraskrá og íslenska heilbrigðisnetið. Einnig kynntu þau verkefni sem ráðuneytið er að fara af stað með um skráningu heilbrigðisupplýsinga og Sögukerfið. Fyrirhugað er að stofna vinnhóp um verklagsreglur skráningar heilbrigðisgagna. Tilgangurinn er að auka gæði skráningar á heilbrigðisgögnum og markmiðið er að fá áreiðanlegar samanburðahæfar heilbrigðisupplýsingar.