Kvenfélög gefa til HSU Rangárþingi

Kvenfélagið Lóa

Kvenfélagið Unnur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í september 2018 komu konur frá Kvenfélaginu Lóu á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Rangárþingi. Meðferðis höfðu þær ungbarnaborð fyrir ungbarnavernd, sem notað er í mælingar og vigtun ungbarna.  Heildarverðmæti gjafarinnar er 150.o00 krónur.

 

Nú í nóvember fékk heilsugæslan í Rangárþingi aðra heimsókn, að þessu sinni konur frá Kvenfélaginu Unni.  Þær gáfu heilsugæslunni CRP tæki að andvirði 100.000 króna.

 

Kvenfélög hafa ávallt verið tryggur bakhjarl HSU gegnum tíðina og fært stofnunni gjafir sem alltaf eru kærkomin viðbót í starfsemina og koma sér einstaklega vel. Með þessum gjöfum batnar þjónustan til muna. Stofnunin er ákaflega þakklát þessum stuðningi kvenfélagana tveggja og færir þeim innilegustu þakkir.