Kvenfélagskonur Laugdæla gefa fæðingadeildinni peningagjöf

Ljósmynd: Magnús Hlynur DFS.is

Ljósmynd: Magnús Hlynur DFS.is

Á dögunum komu kvenfélagskonur úr Kvenfélagi Laugdæla á HSu og færðu fæðingadeildinni 100.000 kr. peningagjöf.  Peningarnir voru ágóði af bingói sem haldið var í nóvember sl.

Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækfæri en á henni eru frá vinstri, Anna María Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir, Guðný Grímsdóttir,  gjaldkeri kvenfélagsins og Ragnheiður B. Sigurðardóttir, ritari kvenfélagsins. Þær Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri HSu og Björg Ingvarsdóttir, formaður kvenfélagsins takast í hendur.