Kvenfélagið Líkn færir HSU og Hraunbúðum gjafir

Mynd: Tígull

Þann 8. júní 2022, færði Kvenfélagið Líkn sjúkradeild HSU og Hraunbúðum baðstól, loftdýnur og lífsmarkamæli.

Til viðbótar er væntanlegt á næstu dögum heyrnarmælingartæki frá kvenfélaginu Líkn. Heildarverðmæti þessara gjafa er um ein og hálf milljón króna.

Undanfarið hefur farið fram fyrirtækjasöfnun og einnig merkjasala hjá kvenfélaginu og vilja Líknarkonur koma áfram þakklæti til allra þeirra sem hafa styrkt þær.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands þakkar Kvenfélaginu Líkn innilega fyrir að styðja enn og aftur við bakið á stofnuninni og þakkar einnig fyrir þann góða hug sem að baki býr. Það er mikil gæfa stofnunarinnar að eiga svona góðan bakhjarl.

 

Mynd: Tígull