Kvenfélag Villingaholtshrepps gefur sjónvarpsflatskjái

Fulltrúar Kvenfélags Villingaholtshr., Sólveig Þórðardóttir formaður, Bryndís Ólafsdóttir gjaldkeri og Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir ritari, ásamt yfirlækni Hand- og lyflækningard. HSu, Birni Magnússyni.

Fulltrúar Kvenfélags Villingaholtshr., Sólveig Þórðardóttir formaður, Bryndís Ólafsdóttir gjaldkeri og Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir ritari, ásamt yfirlækni Hand- og lyflækningard. HSu, Birni Magnússyni.

Kvenfélag Villingaholtshrepps færði þann 5. nóvember Heilbrigðisstofnun Suðurlands tvö Thomson sjónvarpstæki. Tækin er bæði 39″ og verða sett upp á sjúkrastofum Hand- og lyflækningadeildarinnar.  Verðmæti gjafarinnar er kr. 179.800.  Tækin eru kærkomin viðbót og eru nú all margar sjúkrastofur komin með sjónvarsptæki, það léttir dvölina fyrir sjúklinga sem þurfa á innlögn á stofnuninni að halda.

HSu hefur í gegnum tíðina verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga góða að víða í héraðinu, sem hafa fært stofnuninni ýmis tæki og er það ómetanlegt.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er afar þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýhug sem gjöfinni fylgir.