Kvenfélag Selfoss gefur loftdýnur

Í gær fór fram formleg afhending á tveimur loftdýnum, af gerðinni Paralogis, sem Kvenfélag Selfoss (KS) hefur gefið stofnuninni. Önnur dýnan fór á hjúkrunardeildina á Ljósheimum og hin á legudeild sjúkrahússins v/Árveg.Eins og áður hefur komið fram eru dýnur þessar afar góður kostur fyrir sjúklinga sem þurfa að ligggja lengi á sjúkrahúsi, og koma þær í veg fyrir myndun legu- og/eða þrýstingssára. Verðmæti gjafarinnar er rúmlega 460 þúsund krónur.
Kvenfélag Selfoss er einn af þessum góðu bakhjörlum stofnunarinnar og hefur gefið margar góðar gjafir bæði á sjúkrasviðið og á heilsugæsluna. Konum á Suðurlandi er einstaklega annt um stofnunina eins og dæmin sanna. Starfsfólk og stjórnendur HSu senda Kvenfélagi Selfoss innilegar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
Helsta fjármögnun KS er salan á dagbókinni Jóru sem nú er komin út í 14. sinn og salan á henni er í fullum gangi núna þessa dagana að sögn Sólrúnar Tryggvadóttur formaðnns KS.