Kvenfélag Selfoss gefur HSu tæki og búnað

Kvenfélag Selfoss afhenti nýlega stjórnendum HSu veglega gjöf. Um er að ræða peninga sem ætluð er  í kaup á sónartæki að upphæð kr. 250.000, 2 loftdýnur fyrir hand- og lyflæknisdeild sjúkrahússins að verðmæti kr. 423.000 og 2 kort LP12 fyrir hjartasírita sjúkrabifreiðar að verðmæti kr. 200.000.-.

Verðmæti gjafarinnar er því samtals tæplega ein milljón krónur.
Viðstaddir athöfnina voru auk stjórnar KS, stjórnarmenn í KS, fulltrúar stjórnenda HSu og fulltrúi sjúkraflutningamanna.
Magnús Skúlason, forstjóri HSu tókvið gjöfinni úr hendi Guðrúnar Þórönnu Jónsdóttur, formanns KS.