Þann 5. apríl sl. komu fulltrúar frá Kvenfélagi Selfoss og afhentu HSU formlega að gjöf, sérhæfða loftdýnu í sjúkrarúm.
Dýnan er af Cirrus gerð og hentar vegna uppbyggingar dýnunnar, einstaklega vel þeim sem eru með mikla verki og eru viðkvæmir fyrir þrýstingi á húð. Dýnan virkar einnig sérstaklega vel sem þrýstingssáravörn fyrir þá sem er í mikilli hættu á að fá þrýstingssár eða til meðferðar hjá þeim sem eru með sár. Dýnuna er hægt að sérstilla eftir því sem hentar hverju sinni með tilliti til líkamsþyngdar sjúklings.
Kvenfélag Selfoss hefur í áraraðir stutt vel við bakið á HSU og er það ómetanlegt að finna þann hlýja og góða hug sem félagið ber til stofnunarinnar. Þeim eru færðar bestu þakkir.