Kvenfélag Selfoss gefur HSu hjartastuðtæki og barnahúsgögn

Kvenfélag Selfoss hefur ávallt borið hag Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir brjósti. Þann 7. des. sl. afhenti KS sjúkradeild HSu Samaritan AED hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki að verðmæti 209 þúsund króna og Heilsugæslustöð Selfoss barnahúsgögn og leikföng frá Barnasmiðjunni að upphæð 100 þús. króna.

Kvenfélag Selfoss er einn af þessum góðu og sterku bakhjörlum stofnunarinnar og hefur gefið margar góðar gjafir bæði á sjúkrasviðið og á heilsugæsluna. Konum á Suðurlandi er einstaklega annt um stofnunina eins og dæmin sanna. Starfsfólk og stjórnendur HSu senda Kvenfélagi Selfoss innilegar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
Helsta fjármögnun KS er salan á dagbókinni Jóru og stendur sala á henni yfir núna. Bókina má nálgast hjá KS konum sem hafa selt hana í versluninni Nóatún í Kjarnanum á Selfossi.